Háskóli Íslands

Málþing um lýðræði og lýðræðisþróun: Svanur Kristjánsson sjötugur

Í tilefni af sjötugsafmæli Svans Kristjánssonar bjóða Hagfræðistofnun og Félag stjórnmálafræðinga til málþings:

Lýðræði og lýðræðisþróun: Svanur Kristjánsson sjötugur.

Föstudaginn 19. janúar kl. 14-17 í Odda 101.

Svanur Kristjánsson er einn af upphafsmönnum í kennslu félagsvísinda á Íslandi og kenndi við Háskóla Íslands í 43 ár. Meðfram kennslu sinnti Svanur fræðistörfum en yfirlit yfir fræðistörf hans má finna á https://goo.gl/myjzVs. Rannsóknir hans sneru ekki síst að lýðræði og lýðræðisþróun sem er meginviðfangsefni málþingsins.

Erindi á málþinginu halda Eva Heiða Önnudóttir lektor, Ragnar Aðalsteinsson hrl., Svanur Kristjánsson prófessor, Þorvaldur Gylfason prófessor og Þórólfur Þórlindsson prófessor. Guðmundur Ólafsson stýrir þinginu og flytur inngangsorð. 

Allar nánari upplýsingar má finna á https://www.hi.is/vidburdir/lydraedi_og_lydraedisthroun_svanur_kristjans...

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is