Háskóli Íslands

Hvers virði eru sjónræn áfrif Hólasandslínu?

Hagfræðistofnun hefur metið efnahagslegt virði ásýndar nokkurra valkosta við lagningu raflínu frá Hólasandi, skammt frá Mývatni, til Eyjafjarðar. Aðferðin sem farin er við að verðmeta áhrifin er nefnd valtilraun á íslensku. Hún hefur þann meginkost að með henni má bera saman greiðsluvilja almennings vegna einstakra útfærslna af línunni. Tæplega 2.000 manns tóku afstöðu til nokkurra valkosta á útfærslum á línunni með hliðsjón af kostnaði. Spurt var um tvær útfærslur á línunni: Annars vegar að sameina Hólasandslínu 3 í Fnjóskadal og Kröflulínu I, sem þar er fyrir, í eitt tvíbreitt mastur, þar sem hinn kosturinn var að ný Hólasandslína yrði lögð við hliðina á Kröflulínu. Einnig var kannað hvernig loftlína yfir Laxárdal með sérstökum hámöstrum hvoru sínum megin við dalinn kæmi út í samanburði við jarðstreng með endavirkjum. Þá var metinn greiðsluvilji fyrir að rífa Laxárlínu 1, frá Eyjafirði yfir í Laxárvirkjun, til þess að vega upp á móti umhverfisáhrifum Hólasandslínu 3. Í töflunni er mat á greiðsluvilja landsmanna borið saman við kostnaðaráætlun Landsnets vegna framkvæmdanna.

Óljóst er hvort hagkvæmt er að setja Hólasandslínu í Fnjóskadal á tvíbreitt mastur með Kröflulínu. Greiðsluvilji landsmanna er 150-400 milljónir króna miðað við 95% öryggisbil en áætlaður kostnaður er 350 milljónir króna. Svipað má segja um mótvægisaðgerðina – að rífa Laxárlínu. Greiðsluvilji fyrir hana er 60-340 milljónir króna, en áætlað er að hún kosti 325 milljónir. Hins vegar er leggjast greiðsluvilji vegna jarðstrengs um Laxárdal og framkvæmdakostnaður á sömu sveif. Greiðsluviljinn er -250 milljónir, sennilega vegna rasks sem jarðstrengur um hraun veldur, og kostnaður við strenginn er svipaður. Almenningur hafnar því jarðstreng á þessum stað.

Um þetta má lesa í nýrri skýrslu sem Hagfræðistofnun vann fyrir Landsnet. Skýrslan var rýnd af tveim óháðum hagfræðingum.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is