Háskóli Íslands

Fundir um áhrif farsóttarinnar á ferðaþjónustu og kostnað af henni

Um eða yfir þrjátíu manns tóku þátt í fyrstu tveim fyrirlestrunum af þrem um áhrif farsóttarinnar á íslensk efnahagsmál. 

Ágúst Angantýsson hjá KPMP ræddi um áhrif covid-19 á ferðaþjónustu 14. maí, en Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri og Sigurður Jóhannesson forstöðumaður Hagfræðistofnunar voru í pallborði. Hér er hlekkur á upptöku af málstofunni. 

Gylfi Magnússon dósent ræddi um tjón af faraldrinum og viðbrögð við honum 20. maí. Í pallborði voru Vilhjálmur Árnason prófessor og Þórhildur Jetzek lektor. Hér er hlekkur á upptöku af málstofunni. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is