Háskóli Íslands

Peningar og gengi

Peningar og gengi

Peningar og gengi.Höfundur: Guðmundur Magnússon

 

Peningar og gengi fjallar um stjórn peningamála á Íslandi. Gerð er grein fyrir þróun gengis og verðgildis íslensku krónunnar og því hvaða áhrif hagstjórn hefur haft á verðlag, atvinnu, kaupmátt og hagvöxt. Rakin eru helstu afrek og yfirsjónir í hagstjórn Íslands sísðastliðin 50 ár. Færð eru rök fyrir auknu sjálfstæði Seðlabankans og nýtingu markaðsaflanna í stað stjórnvaldsaðgerða. Að lokum er skýrt hvað felst í efnahagssamvinnu Evrópuþjóða og hvaða skilyrði hún setur á hagstjórn á Íslandi.Ritið hentar bæði til kennslu á ýmsum skólastigum og til fróðleiks fyrir almenning og stjórnmálamenn.

Höfundur ritsins er prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður Hagfræðistofnunar. Hann var Háskólarektor 1979 - 1985. Hann lauk doktorsprófi frá Uppsalaháskóla 1969 þar sem hann stundaði kennslu og rannsóknir 1962 - 1968, en síðan hefur hann auk starfa í Háskóla Íslands skrifað fjölda greina um íslensk efnahagsmál og fræðileg efni. Hann á m.a. sæti í Vísindaráði, bankaráði Seðlabanka Íslands og bankaráði Norræna fjárfestingarbankans.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is