Háskóli Íslands

Ritrýni

Hagfræðistofnun reynir að láta óháða sérfræðinga rýna skýrslur sínar, ef tök eru á því. Ritrýnar starfa utan stofnunarinnar og Hagfræðideildar Háskóla Íslands og hafa sérþekkingu á því sviði sem fjallað er um. Hér fer á eftir staðlað bréf til rýna:

,,Hagfræðistofnun lætur nú sérfræðinga rýna skýrslur sínar, eftir því sem hægt er. Hlutverk ritrýna er að skoða hvort skýrsla er faglega unnin og hvort eitthvað vantar þar augljóslega eða má betur fara. Sérstaklega skulu þeir huga að því hvort a) fullyrðingar og ályktanir í skýrslunni eru vel rökstuddar, b) hvort taumur einhvers málsstaðar eða aðila máls er dreginn umfram það sem sanngjarnt er og c) hvort samræmi er milli samantektar og niðurstaðna skýrslunnar að öðru leyti. Ritrýnar senda stutt bréf með ábendingum um það sem má betur fara og hvort skýrslan a) stenst þau skilyrði sem nefnd voru hér að framan eða b) mundi standast þau ef gerðar væru á henni þær breytingar sem þeir benda á eða c) stenst þau ekki. Ef skýrslan stenst dóm ritrýna kemur fram í henni að hún sé rýnd af óháðum sérfræðingum á sviðinu. Rýnar fá að sjá lokaútgáfu af skýrslunni áður en hún er birt.“

Í verksamningum er jafnan ákvæði um að skýrslur verði birtar á vefsvæði Hagfræðistofnunar. Æskilegt er að niðurstöður komi fyrir sjónir almennings, þótt þær falli ekki alls kostar að hagsmunum verkkaupa.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is