Háskóli Íslands

Dýrt að skipta yfir í skaðlitla orkugjafa

Rafmagn til heimila er miklu dýrara í Danmörku og Þýskalandi en í flestum Evrópulöndum. Skýringin er að miklu fé er varið í að styðja við orkugjafa sem ekki valda gróðurhúsaáhrifum - vindmyllur og sólarsellur. Kostnaður við þetta bætist við rafmagnsreikninginn. Ein skýringin á því hve dýrt er að skipta yfir í skaðlitla orkugjafa er að stundum er logn og sólin skín ekki alltaf - og því þurfa gömlu orkuverin að vera til reiðu, þó að þau framleiði ekki alltaf rafmagn. Af sömu ástæðum eru takmörk fyrir því hvað vindmyllur og sólarsellur geta séð um stóran hluta rafmagnsframleiðslunnar.

Þetta og fleira kom fram í erindi Mats Nilsons, dósents í Södertörn Högskola, í Odda, stofu 101, 25. nóvember. Hér má sjá glærur frá fyrirlestri hans. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is