Háskóli Íslands

Fólk flyst bæði til vaxtarsvæða og láglaunasvæða

Straum fólks frá útlöndum hingað til lands virðist einkum mega skýra á tvennan hátt: Í fyrsta lagi þarf að manna ný störf í ferðaþjónustu á mestu vaxtarsvæðunum, Suðurnesjum, Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Í öðru lagi vantar fólk í störf á láglaunasvæðum, sem heimamenn hverfa frá. Útlendingar taka við störfum þar sem kjörin nægja ekki til þess að halda í innlent vinnuafl. Þetta virðist einkum eiga við á Vestfjörðum.

Myndin sýnir helstu fólksstraumana á árunum 2012 til 2017 í hlutfalli af íbúafjölda 2012. Fólksflutningar frá útlöndum til Suðurnesja, umfram brottflutta, námu 12% af íbúafjölda þar árið 2012, en aðfluttir úr öðrum landshlutum voru 4% af  íbúafjöldanum. Hins vegar fluttu 7% íbúa Vestfjarða til annarra landshluta, umfram þá sem fluttu þangað frá öðrum svæðum hér á landi. Útlendingar fylltu að mestu í skarðið.

Um þetta er nánar fjallað í Hagvexti landshluta 2012-2017, sem unninn er í samvinnu við Byggðastofnun.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is