Háskóli Íslands

Fróðlegar umræður um Ísland og Íshafssiglingar

Sigurður Björnsson ræddi Ísland og Norðurslóðasiglingar á málstofu í Odda 21. febrúar, en með honum unnu Jónas Atli Gunnarsson og Anna Guðrún Ragnarsdóttir að skýrslu um málið. Fundinn sóttu um 20 manns, þar af nokkrir sem hafa lengi sýnt þessu málefni áhuga. Rætt var um þá meginniðurstöðu skýrslunnar að sennilega borgaði sig ekki að umskipa farmi úr Íshafssiglingum hér á landi, að minnsta kosti ekki næstu áratugina. Hafsteinn Helgason, hjá verkfræðistofunni Eflu, sem lengi hefur unnið að gerð hafnar í Finnafirði, benti meðal annars á að þar væri land mjög ódýrt og það færði höfninni forskot á aðrar hafnir. Málstofan tók um það bil klukkutíma. Glærur Sigurðar má finna hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is