Háskóli Íslands

Beðið eftir markaði með rafmagn

Skúli Jóhannsson verkfræðingur ræddi um tímasetningu virkjana á málstofu Hagfræðistofnunar 15. janúar. Mikilvægt er að taka tillit til óvissu í framboði á rafmagni þegar þörf fyrir nýjar virkjanir er metin. Miðað við tvö verstu vatnsárin á árabilinu 1950-2004 hefði skort rafmagn 2018 og 2019, en í reynd var eftirspurnin 6-8% undir orkugetu. Áður en til orkuskorts kæmi mætti grípa til þess sem kalla má sýndarafl, til dæmis endurkaupa af rafmagni frá stóriðju, snjalllausna eða lítilla vatnsafls- og jarðvarmastöðva. Skúli varpaði því einnig fram hvort huga ætti að vararafstöðvum sem notuðu jarðefnaeldsneyti. Orkuverð á markaði gæti veitt leiðsögn við ákvörðun um virkjanir. Landsnet hefur það hlutverk að reka markað með rafmagn hér á landi. Fyrirtækið boðaði fyrir nokkru að slíkum markaði yrði komið á, en lítið hefur frést af þeim ráðagerðum um nokkurt skeið. Um 20 manns tóku þátt í málstofunni.

Glærur Skúla má finna hér .

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is