Háskóli Íslands

Verðlaun fyrir rannsóknir í nýrri peningahagfræði

Ólafur Margeirsson hagfræðingur kynnti nýja peningahagfræði á málstofu Hagfræðistofnunar 25. febrúar. Hann bar saman hugmyndir fylgismanna hennar um peninga og viðteknar skoðanir hagfræðinga. Flestir líta svo á að peningamagn hafi ekki áhrif á raunhagkerfið þegar til langs tíma er litið, en fylgismenn nýrrar peningahagfræði telja að peningar séu aldrei hlutlausir. Oftast hefur verið litið svo á að mikil peningaprentun sé undanfari óðaverðbólgu, en Ólafur kvað þessu öfugt farið. Hann sagði meðal annars að ný peningahagfræði væri ekki hugmyndafræði heldur tæki til þess að skilja hagkerfið betur. 

Að lokum kynnti Ólafur ný, árleg verðlaun, að fjárhæð 100.000 krónur, fyrir bestu íslensku rannsóknina um nýja peningahagfræði. Verkefnið gæti til dæmis verið skólaverkefni: B.Sc./BA/MSc. o.s.frv. Skila verður inn verkum fyrir 30. júní.

Tæplega 40 manns voru á málstofunni. Ólafur svaraði spurningum áheyrenda í lok hennar. Glærur hans má finna hér og upptöku af málstofunni má finna hér .

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is