Háskóli Íslands

Beinskeyttari landbúnaðarstyrki?

Breyta má stuðningi við landbúnað þannig að hann nýtist þeim betur sem honum er ætlað að styðja. En fyrst verður markmið stuðningsins að vera ljóst. Íslendingar verja um 30 milljörðum króna á ári í stuðning við landbúnað, eða um 1% af landsframleiðslu. Landsmenn hafa vel efni á þessu, en þetta er mikið fé, og miklu skiptir að því sé vel varið. Full ástæða er til þess að menn taki sér tíma til þess að gera upp við sig að hverju er stefnt með stuðningnum. Núna hefur kerfið áhrif sem því er sennilega ekki ætlað að hafa. Neyslu á osti og kjöti er haldið niðri og rekinn er verksmiðjubúskapur í greinum sem óvíst er að landsmenn vilji styðja.

Þetta kom fram á málstofu Sigurðar Jóhannessonar föstudaginn 26. febrúar. Um 30 manns fylgdust með henni. Glærur má finna hér. Upptaka er hér.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is